Steingarðar byggðir í Eyjafirði 4. maí 2007 06:45 Garðar ástralska myndlistarmannsins eru sums staðar engin smásmíði og þurfa að vera vel hlaðnir eigi þeir að standa. Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn. Landlist hefur lengi verið mikilvæg grein innnan sjónlistanna enda stendur hún á fornum meiði. Við hliðina á rúnaristum og málverkum á stein eru til úr fornöld risastórar myndir sem þekja stór svæði og verða vart greind í heild sinni nema úr loft. Ástralski skúlptúristinn Andrew Rogers hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á verk af þessu tagi: með risastórum grjótgörðum sem hann kallar á enskri tungu geoglyphs eða jarðrúnir. Hann lætur sér ekki starfsstöð í einu landi duga heldur vinnur að verki sem teygir sig um alla jarðarkringluna. Það er í tólf þáttum og nú eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur útilistaverk. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Atacama-eyðimörkin í Chile, og fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástralíu, Akureyri og nágrenni sem hann vann í september síðasta ár og mánuði síðar Góbí-eyðimörkin í Kína. Í framtíðinni verða steingarðar reistir á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5.000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn. Samheitið á þessu jarðlistarverkefni er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstendur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Tvö táknin tengjast viðkomandi svæði og af fornum meiði. Yfirleitt eru táknin í sjónmáli hvert frá öðru. Flest eru reist utan alfaraleiða. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt. Hann hefur átt gott samstarf við heimamenn um staðarval fyrir verkin þrjú enda verða slík mannvirki ekki reist nema í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Bæði súla Yoko Ono, Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson og Áfangar eftir Richard Serra setja stóran svip á Viðey við Reykjavík. Eins er með Macy eftir Paul MacCartney á Héraði. Þessi útilistaverk verða kennileiti í landslagi og draga að sér gesti, bæði innlenda og erlenda, ef rétt er á haldið í kynningu. Eins og á öðrum stöðun var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir, önnur táknmyndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn og hin forn rún sem táknar Nú. Örninn er í Hlíðarfjalli, rúnin Nú efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; þegar verkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshafandi konur á Akureyri sem auglýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á verkefninu. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út 140 síðna bók um jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreifingu. Greinarhöfundar eru Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins, og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmyndatökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningin stendur uppi í Listasafni Akureyrar til 24. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn. Landlist hefur lengi verið mikilvæg grein innnan sjónlistanna enda stendur hún á fornum meiði. Við hliðina á rúnaristum og málverkum á stein eru til úr fornöld risastórar myndir sem þekja stór svæði og verða vart greind í heild sinni nema úr loft. Ástralski skúlptúristinn Andrew Rogers hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á verk af þessu tagi: með risastórum grjótgörðum sem hann kallar á enskri tungu geoglyphs eða jarðrúnir. Hann lætur sér ekki starfsstöð í einu landi duga heldur vinnur að verki sem teygir sig um alla jarðarkringluna. Það er í tólf þáttum og nú eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur útilistaverk. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Atacama-eyðimörkin í Chile, og fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástralíu, Akureyri og nágrenni sem hann vann í september síðasta ár og mánuði síðar Góbí-eyðimörkin í Kína. Í framtíðinni verða steingarðar reistir á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5.000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn. Samheitið á þessu jarðlistarverkefni er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstendur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Tvö táknin tengjast viðkomandi svæði og af fornum meiði. Yfirleitt eru táknin í sjónmáli hvert frá öðru. Flest eru reist utan alfaraleiða. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt. Hann hefur átt gott samstarf við heimamenn um staðarval fyrir verkin þrjú enda verða slík mannvirki ekki reist nema í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Bæði súla Yoko Ono, Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson og Áfangar eftir Richard Serra setja stóran svip á Viðey við Reykjavík. Eins er með Macy eftir Paul MacCartney á Héraði. Þessi útilistaverk verða kennileiti í landslagi og draga að sér gesti, bæði innlenda og erlenda, ef rétt er á haldið í kynningu. Eins og á öðrum stöðun var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir, önnur táknmyndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn og hin forn rún sem táknar Nú. Örninn er í Hlíðarfjalli, rúnin Nú efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; þegar verkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshafandi konur á Akureyri sem auglýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á verkefninu. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út 140 síðna bók um jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreifingu. Greinarhöfundar eru Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins, og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmyndatökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningin stendur uppi í Listasafni Akureyrar til 24.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið