Sjötíuogfimmföldun markaðsvirðis á átta árum 16. maí 2007 00:01 Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki. Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki.
Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira