Hlutabréf eru enn á uppleið 24. maí 2007 11:26 Kátt í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær. Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu, Atlantic Petroleum, um 96 prósent, Vinnslustöðin um 84 prósent og Exista um rúm fimmtíu prósent. Margir fjárfestar búast við að væntanleg 176 milljarða króna yfirtaka Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator á Actavis nái fram að ganga en á markaði sjást þau merki að hluthafar séu farnir að endurfjárfesta í bönkum og rekstrarfélögum fyrir þann pening sem þeir fá fyrir bréf sín. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bankar keypt hlutabréf af fjárfestum í Actavis sem gefur þeim síðarnefndu færi á að endurfjárfesta innanlands, til dæmis í íslenskum hlutabréfum. Talið er að allt að 100 milljarðar króna gætu farið til endurfjárfestinga innanlands - það er ef Novator tekur yfir Actavis. Þarna vinnst tvennt: Bankinn, sem fjármagnar sig til tiltölulega ódýrt, fær til sín aukin viðskipti. Kúnninn sparar sér tíma á því að selja hlut sinn í Actavis núna í stað þess að bíða eftir greiðslum vegna hugsanlegrar yfirtöku. Það sem hefur ekki síður áhrif á hlutabréfamarkaðinn er styrking krónunnar. Krónan styrktist um hálft prósent í gær og fór gengisvísitalan niður fyrir 113 stig í fyrsta skipti síðan snemma í mars 2006. Krónan hefur styrkst verulega í maímánuði eða um rúm fjögur prósent. Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) út krónubréf að verðmæti fjórir milljarðar króna í gær en annars hefur krónubréfaútgáfa verið róleg í mánuðinum að sögn greiningardeildar Kaupþings. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu, Atlantic Petroleum, um 96 prósent, Vinnslustöðin um 84 prósent og Exista um rúm fimmtíu prósent. Margir fjárfestar búast við að væntanleg 176 milljarða króna yfirtaka Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator á Actavis nái fram að ganga en á markaði sjást þau merki að hluthafar séu farnir að endurfjárfesta í bönkum og rekstrarfélögum fyrir þann pening sem þeir fá fyrir bréf sín. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bankar keypt hlutabréf af fjárfestum í Actavis sem gefur þeim síðarnefndu færi á að endurfjárfesta innanlands, til dæmis í íslenskum hlutabréfum. Talið er að allt að 100 milljarðar króna gætu farið til endurfjárfestinga innanlands - það er ef Novator tekur yfir Actavis. Þarna vinnst tvennt: Bankinn, sem fjármagnar sig til tiltölulega ódýrt, fær til sín aukin viðskipti. Kúnninn sparar sér tíma á því að selja hlut sinn í Actavis núna í stað þess að bíða eftir greiðslum vegna hugsanlegrar yfirtöku. Það sem hefur ekki síður áhrif á hlutabréfamarkaðinn er styrking krónunnar. Krónan styrktist um hálft prósent í gær og fór gengisvísitalan niður fyrir 113 stig í fyrsta skipti síðan snemma í mars 2006. Krónan hefur styrkst verulega í maímánuði eða um rúm fjögur prósent. Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) út krónubréf að verðmæti fjórir milljarðar króna í gær en annars hefur krónubréfaútgáfa verið róleg í mánuðinum að sögn greiningardeildar Kaupþings.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira