Til hamingju með daginn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 3. júní 2007 00:01 Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun