Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi 13. júní 2007 03:00 Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira