Tímamótaskráning í Kauphöll Íslands 20. júní 2007 06:00 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Logan Kruger, forstjóri Century og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, hjálpast að við að hringja bjöllum Kauphallarinnar á fyrsta viðskiptadegi Century á fimmtudaginn. Fyrsta bandaríska félagið í íslensku Kauphöllinni og fyrsta álfyrirtækið í kauphöllum OMX var skráð í síðustu viku. Það var þriðja stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna, Century Aluminum Company, sem var skráð á First North markaðinn, hliðarmarkað OMX. Um var að ræða tvíhliða skráningu en fyrir er félagið skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum. Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta viðskiptadegi félagsins námu rúmum fjörutíu milljónum í sex viðskiptum. Eftir helgina hafa viðskiptin ekki verið mikil. Lítil viðskipti með bréf Century fela þó ekki endilega í sér lítinn áhuga. Einungis lítill hluti félagsins er skráður hér á landi. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði fór mestur hluti útboðinna hluta til fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði. Þeir kaupa bréfin fyrst og fremst til að halda þeim. Þrátt fyrir að lítill hluti bréfa Century sé skráður hér á landi er ekki víst að viðskipti með félagið verði lítil áfram. Nokkuð stór viðskiptavakt er um bréfin, bæði hjá Landsbankanum og Kaupþingi. Það ætti að ýta undir virkni markaðarins. Viðskiptavaktirnar munu meðal annars passa upp á að aldrei verði mikill munur á milli verðsins á Nasdaq og verðsins á First North.framleiðslugeta Aukin ár frá áriFramleiðslugeta Century í lok þessa árs verður 785 þúsund tonn á ári. Eftir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga verða framleidd þar 260 þúsund tonn af áli á ári. Þá rekur félagið einnig 244 þúsund tonna álver í Hawesville, Kentucky, 170 þúsund tonna álveg í Ravenswood í Vestur-Virginíu.Century á einnig 49,67 prósenta hlut í álveri í Mt. Holly í Suður-Karólínu á móti Alcoa sem annast rekstur þess. Að auki á Century helmingshlut í súrálsverksmiðju í Gramercy og tengdri báxítvinnslu á Jamaíka. Höfuðstöðvar félagsins eru í Monterey í Kaliforníu. Umsvif Century hafa aukist töluvert að undanförnu. Tekjur ársins 2006 voru 1,6 milljarðar Bandaríkjadala árið 2006 samanborið við 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2005. Heildarálframleiðslan í fyrra nam 680 þúsund tonnum en var 616 þúsund tonn árið 2005. Heildarmarkaðsvirði félagsins nemur tæpum 140 milljörðum íslenskra króna. Hlutafjárútboð framar vonum Þar sem þriðjungur framleiðslu Century Aluminum kemur frá Íslandi er ekki óeðlilegt að fyrirtækinu hugnist að fá íslenska fjárfesta að félaginu. Þann 7. júní var því farið í útboð meðal íslenskra og bandarískra fjárfesta. Í ávarpi Logans Krugers, forstjóra Century, við skráningu félagsins í Kauphöll Íslands sagði hann viðtökur íslenskra fagfjárfesta við nýloknu hlutafjárútboði félagsins hafa verið framar vonum stjórnenda þess. Kaupþing og Landsbankinn voru umsjónaraðilar skráningar félagsins hér á landi. Ástríður Þórðardóttir, sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, staðfestir að eftirspurnin hafi verið mikil. Lífeyrissjóðum og öðrum stórum fagfjárfestum bauðst að taka þátt í útboðinu. „Þær viljayfirlýsingar sem við söfnuðum gáfu til kynna að fjárfestar vildu kaupa mun meira en var í boði.“Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku þátt í útboðinu auk annarra stærri fagfjárfesta. Tæplega 1,9 milljónir hluta voru seldir hér að landi að markaðsverðmæti í kringum hundrað milljónir Bandaríkjadala. Í Bandaríkjunum, þar sem mestur hluti útboðsins fór fram, var eftirspurnin einnig mikil. Í heildina voru 8.337.000 hluta boðnir út. Markaðsverðmæti þeirra var 437 milljónir Bandaríkjadala. Allt það hlutafé sem selt var í útboðinu var eyrnamerkt uppbyggingu álversins í Helguvík. Íslenskir fagfjárfestar hafa greinilega álitið Century vænan fjárfestingakost og góða viðbót við eignasafn sitt. Samanborið við stærri bandarísku álfélögin, Alcoa og Alcan, telst það líka lágt verðlagt. Grundartangi og stækkunin þar hefur verið Century mjög mikilvægt. Bygging álvers í Helguvík yrði á sama hátt mjög jákvætt skref fyrir félagið.Fer líklega á aðalmarkaðinnFirst North markaðnum, sem bréf Century voru skráð á, er fyrst og fremst ætlað að veita smáum fyrirtækjum í örum vexti greiðan aðgang að norrænum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Century á ekki beint við þessa skilgreiningu. Það er því langstærsta félagið á markaðnum. 140 milljarða markaðsverðmæti þess er um það bil helmingi meira en næststærsta félagsins á First North.Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Century hafi hins vegar verið skráð á First North vegna þess að lagalega sé enn þá töluvert flókið fyrir bandarískt félag að fá skráningu á aðalmarkaðnum. Sama regluverk gildir ekki í Evrópu og þar. Aðallega eru reglur er snerta yfirtökur og flagganir ólíkar.Nýtt frumvarp var nýverið samþykkt sem mun gera leiðina greiðari að skráningu félaga á borð við Century á aðalmarkaðinn. Miðað er við að sú löggjöf taki gildi 1. nóvember næstkomandi. Þórður segir að þá sé ekki ólíklegt að félagið fari yfir á aðalmarkaðinn, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það enn. Skráningin á First North hafi verið praktísk leið. „Þetta er fyrirtæki sem á heima á aðalmarkaði. Þeir eru þegar á Nasdaq sem er fullkominn markaður. Það er einfaldlega ekki búið að gera hlutina þannig úr garði í lagaumhverfi okkar að það sé eins aðgengilegt og það ætti að vera fyrir erlend fyrirtæki, utan Evrópusambandsins, að koma inn á markaðinn. Þetta er vandamál sem kauphallir víða í Evrópu þurfa að glíma við.“ Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrsta bandaríska félagið í íslensku Kauphöllinni og fyrsta álfyrirtækið í kauphöllum OMX var skráð í síðustu viku. Það var þriðja stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna, Century Aluminum Company, sem var skráð á First North markaðinn, hliðarmarkað OMX. Um var að ræða tvíhliða skráningu en fyrir er félagið skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum. Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta viðskiptadegi félagsins námu rúmum fjörutíu milljónum í sex viðskiptum. Eftir helgina hafa viðskiptin ekki verið mikil. Lítil viðskipti með bréf Century fela þó ekki endilega í sér lítinn áhuga. Einungis lítill hluti félagsins er skráður hér á landi. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði fór mestur hluti útboðinna hluta til fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði. Þeir kaupa bréfin fyrst og fremst til að halda þeim. Þrátt fyrir að lítill hluti bréfa Century sé skráður hér á landi er ekki víst að viðskipti með félagið verði lítil áfram. Nokkuð stór viðskiptavakt er um bréfin, bæði hjá Landsbankanum og Kaupþingi. Það ætti að ýta undir virkni markaðarins. Viðskiptavaktirnar munu meðal annars passa upp á að aldrei verði mikill munur á milli verðsins á Nasdaq og verðsins á First North.framleiðslugeta Aukin ár frá áriFramleiðslugeta Century í lok þessa árs verður 785 þúsund tonn á ári. Eftir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga verða framleidd þar 260 þúsund tonn af áli á ári. Þá rekur félagið einnig 244 þúsund tonna álver í Hawesville, Kentucky, 170 þúsund tonna álveg í Ravenswood í Vestur-Virginíu.Century á einnig 49,67 prósenta hlut í álveri í Mt. Holly í Suður-Karólínu á móti Alcoa sem annast rekstur þess. Að auki á Century helmingshlut í súrálsverksmiðju í Gramercy og tengdri báxítvinnslu á Jamaíka. Höfuðstöðvar félagsins eru í Monterey í Kaliforníu. Umsvif Century hafa aukist töluvert að undanförnu. Tekjur ársins 2006 voru 1,6 milljarðar Bandaríkjadala árið 2006 samanborið við 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2005. Heildarálframleiðslan í fyrra nam 680 þúsund tonnum en var 616 þúsund tonn árið 2005. Heildarmarkaðsvirði félagsins nemur tæpum 140 milljörðum íslenskra króna. Hlutafjárútboð framar vonum Þar sem þriðjungur framleiðslu Century Aluminum kemur frá Íslandi er ekki óeðlilegt að fyrirtækinu hugnist að fá íslenska fjárfesta að félaginu. Þann 7. júní var því farið í útboð meðal íslenskra og bandarískra fjárfesta. Í ávarpi Logans Krugers, forstjóra Century, við skráningu félagsins í Kauphöll Íslands sagði hann viðtökur íslenskra fagfjárfesta við nýloknu hlutafjárútboði félagsins hafa verið framar vonum stjórnenda þess. Kaupþing og Landsbankinn voru umsjónaraðilar skráningar félagsins hér á landi. Ástríður Þórðardóttir, sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, staðfestir að eftirspurnin hafi verið mikil. Lífeyrissjóðum og öðrum stórum fagfjárfestum bauðst að taka þátt í útboðinu. „Þær viljayfirlýsingar sem við söfnuðum gáfu til kynna að fjárfestar vildu kaupa mun meira en var í boði.“Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku þátt í útboðinu auk annarra stærri fagfjárfesta. Tæplega 1,9 milljónir hluta voru seldir hér að landi að markaðsverðmæti í kringum hundrað milljónir Bandaríkjadala. Í Bandaríkjunum, þar sem mestur hluti útboðsins fór fram, var eftirspurnin einnig mikil. Í heildina voru 8.337.000 hluta boðnir út. Markaðsverðmæti þeirra var 437 milljónir Bandaríkjadala. Allt það hlutafé sem selt var í útboðinu var eyrnamerkt uppbyggingu álversins í Helguvík. Íslenskir fagfjárfestar hafa greinilega álitið Century vænan fjárfestingakost og góða viðbót við eignasafn sitt. Samanborið við stærri bandarísku álfélögin, Alcoa og Alcan, telst það líka lágt verðlagt. Grundartangi og stækkunin þar hefur verið Century mjög mikilvægt. Bygging álvers í Helguvík yrði á sama hátt mjög jákvætt skref fyrir félagið.Fer líklega á aðalmarkaðinnFirst North markaðnum, sem bréf Century voru skráð á, er fyrst og fremst ætlað að veita smáum fyrirtækjum í örum vexti greiðan aðgang að norrænum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Century á ekki beint við þessa skilgreiningu. Það er því langstærsta félagið á markaðnum. 140 milljarða markaðsverðmæti þess er um það bil helmingi meira en næststærsta félagsins á First North.Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Century hafi hins vegar verið skráð á First North vegna þess að lagalega sé enn þá töluvert flókið fyrir bandarískt félag að fá skráningu á aðalmarkaðnum. Sama regluverk gildir ekki í Evrópu og þar. Aðallega eru reglur er snerta yfirtökur og flagganir ólíkar.Nýtt frumvarp var nýverið samþykkt sem mun gera leiðina greiðari að skráningu félaga á borð við Century á aðalmarkaðinn. Miðað er við að sú löggjöf taki gildi 1. nóvember næstkomandi. Þórður segir að þá sé ekki ólíklegt að félagið fari yfir á aðalmarkaðinn, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það enn. Skráningin á First North hafi verið praktísk leið. „Þetta er fyrirtæki sem á heima á aðalmarkaði. Þeir eru þegar á Nasdaq sem er fullkominn markaður. Það er einfaldlega ekki búið að gera hlutina þannig úr garði í lagaumhverfi okkar að það sé eins aðgengilegt og það ætti að vera fyrir erlend fyrirtæki, utan Evrópusambandsins, að koma inn á markaðinn. Þetta er vandamál sem kauphallir víða í Evrópu þurfa að glíma við.“
Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira