Viðtökur Íslendinga langt framar vonum 20. júní 2007 06:00 Kruger óttast ekki að hætt verði við uppbyggingu álvers í Helguvík. Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins." Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins."
Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira