Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða 27. júní 2007 02:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira