Slagurinn merki um þroska markaðar 27. júní 2007 04:15 Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins. Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins.
Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira