Stórskipahöfn á Kársnesi 3. júlí 2007 06:00 Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar