Viðskipti innlent

Ísland í fjórða sæti

Verðbólga á ársgrundvelli mældist 2,2 prósent innan ríkja OECD í júní. Verðbólga á Íslandi nam fjórum prósentum og var sú fjórða mesta innan OECD; jafnmikil og í Mexíkó. Mest mældist verðbólgan í Tyrklandi, 8,6 prósent. Verðbólgan í Ungverjalandi var 8,6 prósent og 4,9 prósenta verðbólga mældist á Írlandi.



Fram kemur í tilkynningu frá OECD að 2,9 prósenta verðhækkanir hafi orðið á eldsneyti síðastliðið ár, og að matarverð hafi hækkað um 3,4 prósent að meðaltali innan samtakanna.



Verðbólga mældist 1,9 prósent innan landa evrunnar, 2,7 prósent í Bandaríkjunum og 2,2 prósent í Bretlandi. Í Þýskalandi var 1,7 prósent verðbólga, en 1,2 prósent í Frakklandi. Japan var eina landið þar sem verð hafði hjaðnað undanfarið ár; um 0,2 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×