Skattar hvetji fremur en letji til vinnu 1. ágúst 2007 04:45 Hér getur að líta Edward C. Prescott, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, Pierre Bessard frá Constant de Rebecque-stofnuninni í Lausanne og Daniel Mitchell frá Cato-stofnuninni í Washington.Markaðurinn/Vilhelm Húsfyllir var á ráðstefnu um skattamál sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands efndi til í samstarfi við ýmsa aðra í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut í Reykjavík í síðustu viku. Mætingin var raunar svo góð að Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem flutti opnunarávarp, kvað undravert að sjá jafn marga saman komna á einum stað á sólríkum degi til að hlýða á vangaveltur um efnahagsmál. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var hins vegar bandaríski fræðimaðurinn Edward C. Prescott, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Velt var upp spurningum um áhrif skattalækkana á verðmætasköpun þjóðarinnar, en þar hefur Prescott sett fram þá kenningu að beint samband sé milli skatta og vinnuframlags fólks, að lægri skattar séu vinnuhvetjandi og ýti þar með undir aukna þjóðarframleiðslu. „Háir skattar draga hins vegar úr hvatanum til þess að vinna meira," segir hann og notar tölfræðisamanburð til að renna stoðum undir kenningu sína. „Fólk er nefnilega í grunninn eins alls staðar, þótt því kunni að vera ólík umgjörð búin í þjóðfélagsgerð," segir hann og telur þarna komna ástæðu þess að vinnuframlegð Bandaríkjamanna hefur um áraraðir verið meiri en Evrópubúa.Fyrirmyndarríkið ÍslandÍ pontu er Ari Edwald ráðstefnustjóri, en sitjandi Geir H. Haarde forsætisráðherra og Edward C. Prescott.Markaðurinn/VilhelmPrescott segir jafnframt að þótt skattar séu lækkaðir geti ríki haldið „góðum þáttum" velferðarríkisins. „Tekjur þjóða minnka nefnilega ekki í takt við skattalækkanir, þær aukast fremur."Í samanburði sínum á Evrópu og Norður-Ameríku vildi hann meina að báðar heimsálfur stæðu vel, þrátt fyrir nokkra samkeppni í hinum akademíska heimi um hvor gæti nú dregið upp svartari efnahagsspá. Í grunninn segir Prescott kenningar sínar hins vegar fjalla um hvernig fólk kjósi að verja tíma sínum, en tíminn sé sá varningur sem fólk hafi að bjóða. „Verðmiðinn sem núna er settur á tíma fólks, miðað við fjögurra prósenta vaxtastig og tveggja prósenta launaskrið, er nálægt fimm milljónum Bandaríkjadala. Þegar maður er orðinn gamall setur maður ekki háan verðmiða á tíma sinn, en þá hefur maður væntanlega sparað yfir ævina," segir hann og vísar þarna til þess tíma sem hver og einn ver til vinnu.Prescott sagði margt til í þeim orðum forsætisráðherrans í opnunarræðu að Ísland, auk þess að vera landfræðilega miðja vegu milli heimsálfanna, reyndi að sækja það sem vel væri gert til nágranna sinna báðum megin við Atlantshafið. Sérstaklega horfir Prescott þar til þeirra breytinga sem hér hafa verið gerðar í þá átt að lækka skatta, og tengir það við vinnuframlag á borð við það sem þekkist í Bandaríkjunum og Japan. „Ég held að Evrópusambandsríkin kunni hér að hafa ríki sem þau geta horft til og notað sem fyrirmynd," segir hann og kveður Ísland með lífeyrissparnaðarkerfi sínu einnig geta verið Bandaríkjunum fyrirmynd, því með kerfi sem geri fólki skylt að spara til efri áranna megi leysa stórkostleg fátæktarvandamál. „Bandaríkjamenn eru um það bil þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Hugsið ykkur bara hversu mörgum þið getið hjálpað með þvi einu að vera góð fyrirmynd," gantast hann.Gullgæsin er fleygPierre Bessard fjallaði í erindi sínu um Sviss og skattaumhverfi þar. Fjær sitja Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Birgir Þór Runólfsson frá Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson frá Háskólanum í Reykjavík.Markaðurinn/VilhelmÁ meginlandi Evrópu segir Prescott hins vegar þróunina vera í rétta átt þar sem miklar umbætur hafi átt sér stað víða, svo sem á Spáni og Írlandi þar sem hagvöxtur hefur verið mikill. Hann telur Þýskaland eiga eftir að taka forystu í þessari þróun og ná Bandaríkjunum og Íslandi á endanum. „Núna er hins vegar Spánn í fararbroddi og þar eru unnar flestar vinnustundir á mann ef Evrópusambandsríkin eru borin saman."Auk Prescotts flutti erindi á ráðstefnunni hagfræðingurinn Daniel Mitchell, sem er aðalsérfræðingur Cato-stofnunarinnar í Washington í skattamálum. Hann hefur sótt landið heim áður og skrifað um íslenskt efnahagslíf í bandarísk blöð. Þá er hann höfundur bókarinnar „The Flat Tax," en líkt og heiti hennar gefur til kynna er hann talsmaður flatrar og raunar lágrar skattheimtu. Hann segir Ísland njóta nokkurs forskots á önnur lönd vegna þeirra breytinga sem þegar hafi verið gerðar á skattaumhverfi, en telur að enn lengra þurfi að ganga. „Ef gæsin sem verpir gulleggjunum getur flogið milli landa verða þjóðir heims að huga vel að sínum málum," segir hann og vísar til þess að lönd heimsins eigi í samkeppni um að laða til sín fyrirtæki með hagfelldu rekstrarumhverfi. Hann telur þessa leið vel færa því að með skattalækkunum aukist tekjur ríkisins. Þannig geti ríkið haldið þjónustustigi um leið og hlutfall skattheimtu af tekjum lækki. „Galdurinn er að fara sömu leið og Írar og Nýsjálendingar gerðu, að draga úr vexti útgjalda ríkisins um leið og tekjur þjóðarinnar aukast," segir hann.EES eða skattarnir?Þriðji erlendi fyrirlesarinn tók undir kenningar um samkeppni milli landa og sýndi dæmi heiman frá sér um hvernig samkeppni um hagfellt rekstrarumhverfi gæti haft áhrif innan lands. Pierre Bessard, forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Lausanne í Sviss, fjallaði um reynslu Svisslendinga, en þar er landinu skipt upp í misstórar kantónur, sem hver hefur mikla sjálfsstjórn. Til að mynda getur skattstig verið mjög ólíkt á milli kantóna og hver þeirra er einnig ábyrg fyrir félagslegri þjónustu á sínu svæði. „Í Sviss hefur fólk því einstakt tækifæri til að kjósa með fótunum og gerir það óspart ef það sér að með því einu að flytja sig stuttlega til geti það dregið úr útgjöldum um leið og það fái búið við hærra þjónustustig," segir hann, en í landinu er 26 fullvalda kantónur sem saman mynda Svissneska samveldið. Hann segir kantónuna Zug gott dæmi, en þar sé skattbyrði 46 prósentum lægri en meðalskattheimta í Sviss öllu. „Framlag hvers íbúa kantónunnar til þjóðarframleiðslu er hins vegar 75 prósentum yfir meðaltalinu."Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, voru í pallborði og gáfu umsagnir um fyrirlestrana og þá flutti lokaávarp Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann segir gestsaugað glöggt og fagnar innleggi erlendra fræðimanna í íslenska efnahagsumræðu. Um leið áréttar hann að hann trúi á norræna velferðarkerfið og telur vandséð hvort hafi skipt meira máli í umbreytingu efnahagslífsins hér, skattalækkanir eða alþjóðavæðing með opnun hagkerfisins og samstarfi við Evrópu, svo sem með inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. „En báðir þættir skipta máli," segir hann og telur að þótt vel hafi verið gert í að bæta skattkerfið sé enn ástæða til að lækka skatta frekar. „Sérstaklega þá gjöld sem eru samkeppnishindrandi, tolla og annað slíkt," segir hann. Stimpilgjaldið segir hann dæmi um slíka opinbera gjaldtöku sem klárlega sé samkeppnishindrandi. Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna verði það látið fjúka „vonandi snemma" á kjörtímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Húsfyllir var á ráðstefnu um skattamál sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands efndi til í samstarfi við ýmsa aðra í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut í Reykjavík í síðustu viku. Mætingin var raunar svo góð að Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem flutti opnunarávarp, kvað undravert að sjá jafn marga saman komna á einum stað á sólríkum degi til að hlýða á vangaveltur um efnahagsmál. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var hins vegar bandaríski fræðimaðurinn Edward C. Prescott, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Velt var upp spurningum um áhrif skattalækkana á verðmætasköpun þjóðarinnar, en þar hefur Prescott sett fram þá kenningu að beint samband sé milli skatta og vinnuframlags fólks, að lægri skattar séu vinnuhvetjandi og ýti þar með undir aukna þjóðarframleiðslu. „Háir skattar draga hins vegar úr hvatanum til þess að vinna meira," segir hann og notar tölfræðisamanburð til að renna stoðum undir kenningu sína. „Fólk er nefnilega í grunninn eins alls staðar, þótt því kunni að vera ólík umgjörð búin í þjóðfélagsgerð," segir hann og telur þarna komna ástæðu þess að vinnuframlegð Bandaríkjamanna hefur um áraraðir verið meiri en Evrópubúa.Fyrirmyndarríkið ÍslandÍ pontu er Ari Edwald ráðstefnustjóri, en sitjandi Geir H. Haarde forsætisráðherra og Edward C. Prescott.Markaðurinn/VilhelmPrescott segir jafnframt að þótt skattar séu lækkaðir geti ríki haldið „góðum þáttum" velferðarríkisins. „Tekjur þjóða minnka nefnilega ekki í takt við skattalækkanir, þær aukast fremur."Í samanburði sínum á Evrópu og Norður-Ameríku vildi hann meina að báðar heimsálfur stæðu vel, þrátt fyrir nokkra samkeppni í hinum akademíska heimi um hvor gæti nú dregið upp svartari efnahagsspá. Í grunninn segir Prescott kenningar sínar hins vegar fjalla um hvernig fólk kjósi að verja tíma sínum, en tíminn sé sá varningur sem fólk hafi að bjóða. „Verðmiðinn sem núna er settur á tíma fólks, miðað við fjögurra prósenta vaxtastig og tveggja prósenta launaskrið, er nálægt fimm milljónum Bandaríkjadala. Þegar maður er orðinn gamall setur maður ekki háan verðmiða á tíma sinn, en þá hefur maður væntanlega sparað yfir ævina," segir hann og vísar þarna til þess tíma sem hver og einn ver til vinnu.Prescott sagði margt til í þeim orðum forsætisráðherrans í opnunarræðu að Ísland, auk þess að vera landfræðilega miðja vegu milli heimsálfanna, reyndi að sækja það sem vel væri gert til nágranna sinna báðum megin við Atlantshafið. Sérstaklega horfir Prescott þar til þeirra breytinga sem hér hafa verið gerðar í þá átt að lækka skatta, og tengir það við vinnuframlag á borð við það sem þekkist í Bandaríkjunum og Japan. „Ég held að Evrópusambandsríkin kunni hér að hafa ríki sem þau geta horft til og notað sem fyrirmynd," segir hann og kveður Ísland með lífeyrissparnaðarkerfi sínu einnig geta verið Bandaríkjunum fyrirmynd, því með kerfi sem geri fólki skylt að spara til efri áranna megi leysa stórkostleg fátæktarvandamál. „Bandaríkjamenn eru um það bil þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Hugsið ykkur bara hversu mörgum þið getið hjálpað með þvi einu að vera góð fyrirmynd," gantast hann.Gullgæsin er fleygPierre Bessard fjallaði í erindi sínu um Sviss og skattaumhverfi þar. Fjær sitja Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Birgir Þór Runólfsson frá Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson frá Háskólanum í Reykjavík.Markaðurinn/VilhelmÁ meginlandi Evrópu segir Prescott hins vegar þróunina vera í rétta átt þar sem miklar umbætur hafi átt sér stað víða, svo sem á Spáni og Írlandi þar sem hagvöxtur hefur verið mikill. Hann telur Þýskaland eiga eftir að taka forystu í þessari þróun og ná Bandaríkjunum og Íslandi á endanum. „Núna er hins vegar Spánn í fararbroddi og þar eru unnar flestar vinnustundir á mann ef Evrópusambandsríkin eru borin saman."Auk Prescotts flutti erindi á ráðstefnunni hagfræðingurinn Daniel Mitchell, sem er aðalsérfræðingur Cato-stofnunarinnar í Washington í skattamálum. Hann hefur sótt landið heim áður og skrifað um íslenskt efnahagslíf í bandarísk blöð. Þá er hann höfundur bókarinnar „The Flat Tax," en líkt og heiti hennar gefur til kynna er hann talsmaður flatrar og raunar lágrar skattheimtu. Hann segir Ísland njóta nokkurs forskots á önnur lönd vegna þeirra breytinga sem þegar hafi verið gerðar á skattaumhverfi, en telur að enn lengra þurfi að ganga. „Ef gæsin sem verpir gulleggjunum getur flogið milli landa verða þjóðir heims að huga vel að sínum málum," segir hann og vísar til þess að lönd heimsins eigi í samkeppni um að laða til sín fyrirtæki með hagfelldu rekstrarumhverfi. Hann telur þessa leið vel færa því að með skattalækkunum aukist tekjur ríkisins. Þannig geti ríkið haldið þjónustustigi um leið og hlutfall skattheimtu af tekjum lækki. „Galdurinn er að fara sömu leið og Írar og Nýsjálendingar gerðu, að draga úr vexti útgjalda ríkisins um leið og tekjur þjóðarinnar aukast," segir hann.EES eða skattarnir?Þriðji erlendi fyrirlesarinn tók undir kenningar um samkeppni milli landa og sýndi dæmi heiman frá sér um hvernig samkeppni um hagfellt rekstrarumhverfi gæti haft áhrif innan lands. Pierre Bessard, forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Lausanne í Sviss, fjallaði um reynslu Svisslendinga, en þar er landinu skipt upp í misstórar kantónur, sem hver hefur mikla sjálfsstjórn. Til að mynda getur skattstig verið mjög ólíkt á milli kantóna og hver þeirra er einnig ábyrg fyrir félagslegri þjónustu á sínu svæði. „Í Sviss hefur fólk því einstakt tækifæri til að kjósa með fótunum og gerir það óspart ef það sér að með því einu að flytja sig stuttlega til geti það dregið úr útgjöldum um leið og það fái búið við hærra þjónustustig," segir hann, en í landinu er 26 fullvalda kantónur sem saman mynda Svissneska samveldið. Hann segir kantónuna Zug gott dæmi, en þar sé skattbyrði 46 prósentum lægri en meðalskattheimta í Sviss öllu. „Framlag hvers íbúa kantónunnar til þjóðarframleiðslu er hins vegar 75 prósentum yfir meðaltalinu."Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, voru í pallborði og gáfu umsagnir um fyrirlestrana og þá flutti lokaávarp Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann segir gestsaugað glöggt og fagnar innleggi erlendra fræðimanna í íslenska efnahagsumræðu. Um leið áréttar hann að hann trúi á norræna velferðarkerfið og telur vandséð hvort hafi skipt meira máli í umbreytingu efnahagslífsins hér, skattalækkanir eða alþjóðavæðing með opnun hagkerfisins og samstarfi við Evrópu, svo sem með inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. „En báðir þættir skipta máli," segir hann og telur að þótt vel hafi verið gert í að bæta skattkerfið sé enn ástæða til að lækka skatta frekar. „Sérstaklega þá gjöld sem eru samkeppnishindrandi, tolla og annað slíkt," segir hann. Stimpilgjaldið segir hann dæmi um slíka opinbera gjaldtöku sem klárlega sé samkeppnishindrandi. Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna verði það látið fjúka „vonandi snemma" á kjörtímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira