Viðskipti innlent

1,2 milljarða hagnaður

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis

Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1,03 milljörðum króna. Sala fjórðungsins nam 5,16 milljörðum króna og jókst um fimmtán prósent frá sama tímabili árið áður. Þá var Teymi enn hluti af Dagsbrúnar-samsteypunni.



Hagnaður Teymis á fyrri helmingi ársins nam 2,76 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 1,81 milljörðum króna.

Haft er eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Teymis, í tilkynningu til Kauphallar Íslands að velta samstæðunnar á fjórðungnum hafi verið í takti við áætlanir og EBITDA-framlegð yfir áætlunum. Þá segir hann gengisþróun krónunnar, ásamt eignasölu og hlutafjárútboði á fyrsta ársfjórðungi, hafa létt verulega á vaxtaberandi skuldum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×