Viðskipti innlent

Raungengi með sterkara móti

Raungengi í júlí mældist 113,4 stig miðað við 111,5 í júní og hefur ekki verið sterkara í 16 mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Raungengi er gengisvísitala krónunnar þar sem fram kemur meðalverð hennar í öðrum gjaldmiðlum og búið er að leiðrétta miðað við verðbólgu í hverju landi.

„Sterk íslensk króna og mikil verðbólga miðað við viðskiptalönd okkar hafa valdið því að raungengi hefur hækkað mikið síðustu mánuði,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings, en raungengi er 16,7 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra og 1,7 prósentum hærra en í fyrri mánuði. Frá áramótum hefur raungengi hækkað um 12,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×