Auka þarf jöfnuð og draga úr misskiptingu 9. ágúst 2007 05:00 Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun