Stuðningur til námsgagnakaupa Katrín Júlíusdóttir skrifar 31. ágúst 2007 00:01 Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar