Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum 3. september 2007 00:01 2-1 Tryggvi Guðmundsson sést hér skora annað mark FH í leiknum og fagna því með Guðmundi Sævarssyni. Vilhelm Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“ Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“
Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira