Lagabreytingar nauðsynlegar 5. september 2007 00:01 Hildur Dungal forstjóri Útlending-astofnunar MYND/GVA Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira