Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir 5. september 2007 00:01 Helgi Már Þórðarson Starfsmannastjóri CCP MYND/Valli „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira