Orðræða um orkumál (1) 24. október 2007 00:01 Orkumálin hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Eins og gengur er ýmis misskilningur á ferðinni og ekki síst skilgreiningar á reiki. Í þessum greinarstúf og öðrum næstu daga verður fjallað um hugtök í orkumálum í því skyni að stuðla að samstilltri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Með raforkulögum frá 2003 var starfsemi á sviði raforkumála skipt í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur. Þetta er í samræmi við þróun víðast hvar á Vesturlöndum sem hnykkt var á með tilskipun frá Evrópusambandinu og Íslendingum bar að færa í lög. Framleiðsla rafmagns og sala þess til neytenda er skilgreind sem samkeppnisrekstur, enda hefur neytandinn val um af hverjum hann kaupir sjálft rafmagnið. Háspennulínur og dreifikerfi sem þarf til að koma rafmagninu frá virkjun til endanlegra viðtakenda er sérleyfisstarfsemi enda ekki hagkvæmt að efna til samkeppni með mörgum lagnakerfum. Samkeppni – sérleyfiHver raforkunotandi er því bundinn af viðskiptum við dreifiveitu á sínu svæði sem sér um að skila rafmagninu í hús en hefur val um það af hverjum hann kaupir orkuna. Enn er það svo að flestir kaupa rafmagnið af sama fyrirtækinu og annast dreifingu á svæði viðkomandi. Verðlagning á raforkunni sjálfri og þá um leið á sölustarfseminni er frjáls en um sérleyfisstarfsemina gilda stífar reglur, og eftirlit með framfylgd þeirra er í höndum Orkustofnunar. Krafist er bókhaldslegs aðskilnaðar á samkeppnis- og sérleyfisrekstri þannig að reitum sé ekki ruglað saman. Nú er um það rætt að ganga lengra og krefjast aðskilnaðar fyrirtækja þannig að sérleyfisfyrirtæki megi ekki hafa neina samkeppnisstarfsemi með höndum. Tilgangurinn er sá að gera samkeppnina virkari. Hitaveitur hafa sérleyfi til sinnar starfsemi hver á sínu svæði, að undanskyldum litlum veitum sem oftast eru í eigu notendanna sjálfra (bændaveitur). Lög um starfsemi hitaveitna eru gömul og fyrirkomulag á verðlagningu þessarar sérleyfisstarfssemi er ómarkvisst. Á döfinni er að setja almenn lög um hitaveitustarfsemi og skilgreina hana sem sérleyfisrekstur. Viss vandi er á ferðinni þegar jarðvarma er aflað jöfnum höndum til þess knýja raforkuver (sem er samkeppnisrekstur) og til vatnsöflunar til hitaveitna (sérleyfisrekstur), eins og gert er með hagkvæmum hætti á Nesjavöllum og í Svartsengi. Á þessu er þó tekið í raforkulögum, en skerpa þarf ákvæðið í væntanlegum hitaveitulögum. Stórnotendur – almennir notendurStórnotendur, álverin og nokkrir aðrir, fá rafmagn afhent með öðrum hætti en almennir notendur. Meginmunurinn er sá að stórnotendur taka við rafmagninu beint út af háspennukerfinu á meðan hinir taka við því lágspenntu út úr dreifikerfinu. Stórnotendurnir þurfa því sjálfir að sjá um spennubreytinguna o.fl. Lög mæla fyrir um hverjir geta fallið undir stórnotendaflokkinn og er þá miðað við lágmarksafl og samfellu í notkun. Minnstu stórnotendurnir nú nota 100 MW afl og er það nýtt til fulls lungann úr árinu á meðan stærstu almennu notendurnir nýta mest um 3 MW afl hver en með afar breytilegu álagi. Hvor notendahópurinn um sig á að standa undir sínum hluta flutningskostnaðarins. Á þessu var hert með raforkulögunum frá 2003 og Orkustofnun uppálagt að hafa gát á. Hitt er annað mál að vissum félagslegum kostnaði við háspennukerfið er lögum samkvæmt jafnað á milli allra almennra notenda á meðan stórnotendur taka ekki þátt í henni, nema þá innbyrðis í sínum hópi. Þessi félagslega jöfnun kemur fram í því að sama gjald er fyrir flutning á rafmagni eftir línum Landsnets til almennra notenda hvar sem er á landinu. Aftur á móti getur dreifikostnaðurinn verið breytilegur eftir búsetu, enda eru dreifiveiturnar hver með sín rekstrarskilyrði. Ríkissjóður tekur þó á sig nokkurn hluta af dreifingarkostnaðinum á dreifbýlissvæðum með niðurgreiðslum. Þessi lögbundni aðskilnaður í stórnotendur og almenna notendur á aðeins við um sérleyfisstarfsemina. Raforkuframleiðendunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja rafmagnið til hinna ýmsu notenda og þá eru skilin á milli stórra og smárra notenda með ýmsum hætti. Hafa verður í huga að samkeppnin um stórnotendur er á alþjóðavettvangi, en íslensku raforkuframleiðendurnir falbjóða væntanlega ekki orku sína nema fá fyrir hana viðunandi verð. Það er hlutverk Samkeppniseftirlits að gæta að því að réttar leikreglur séu í heiðri hafðar.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálin hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Eins og gengur er ýmis misskilningur á ferðinni og ekki síst skilgreiningar á reiki. Í þessum greinarstúf og öðrum næstu daga verður fjallað um hugtök í orkumálum í því skyni að stuðla að samstilltri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Með raforkulögum frá 2003 var starfsemi á sviði raforkumála skipt í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur. Þetta er í samræmi við þróun víðast hvar á Vesturlöndum sem hnykkt var á með tilskipun frá Evrópusambandinu og Íslendingum bar að færa í lög. Framleiðsla rafmagns og sala þess til neytenda er skilgreind sem samkeppnisrekstur, enda hefur neytandinn val um af hverjum hann kaupir sjálft rafmagnið. Háspennulínur og dreifikerfi sem þarf til að koma rafmagninu frá virkjun til endanlegra viðtakenda er sérleyfisstarfsemi enda ekki hagkvæmt að efna til samkeppni með mörgum lagnakerfum. Samkeppni – sérleyfiHver raforkunotandi er því bundinn af viðskiptum við dreifiveitu á sínu svæði sem sér um að skila rafmagninu í hús en hefur val um það af hverjum hann kaupir orkuna. Enn er það svo að flestir kaupa rafmagnið af sama fyrirtækinu og annast dreifingu á svæði viðkomandi. Verðlagning á raforkunni sjálfri og þá um leið á sölustarfseminni er frjáls en um sérleyfisstarfsemina gilda stífar reglur, og eftirlit með framfylgd þeirra er í höndum Orkustofnunar. Krafist er bókhaldslegs aðskilnaðar á samkeppnis- og sérleyfisrekstri þannig að reitum sé ekki ruglað saman. Nú er um það rætt að ganga lengra og krefjast aðskilnaðar fyrirtækja þannig að sérleyfisfyrirtæki megi ekki hafa neina samkeppnisstarfsemi með höndum. Tilgangurinn er sá að gera samkeppnina virkari. Hitaveitur hafa sérleyfi til sinnar starfsemi hver á sínu svæði, að undanskyldum litlum veitum sem oftast eru í eigu notendanna sjálfra (bændaveitur). Lög um starfsemi hitaveitna eru gömul og fyrirkomulag á verðlagningu þessarar sérleyfisstarfssemi er ómarkvisst. Á döfinni er að setja almenn lög um hitaveitustarfsemi og skilgreina hana sem sérleyfisrekstur. Viss vandi er á ferðinni þegar jarðvarma er aflað jöfnum höndum til þess knýja raforkuver (sem er samkeppnisrekstur) og til vatnsöflunar til hitaveitna (sérleyfisrekstur), eins og gert er með hagkvæmum hætti á Nesjavöllum og í Svartsengi. Á þessu er þó tekið í raforkulögum, en skerpa þarf ákvæðið í væntanlegum hitaveitulögum. Stórnotendur – almennir notendurStórnotendur, álverin og nokkrir aðrir, fá rafmagn afhent með öðrum hætti en almennir notendur. Meginmunurinn er sá að stórnotendur taka við rafmagninu beint út af háspennukerfinu á meðan hinir taka við því lágspenntu út úr dreifikerfinu. Stórnotendurnir þurfa því sjálfir að sjá um spennubreytinguna o.fl. Lög mæla fyrir um hverjir geta fallið undir stórnotendaflokkinn og er þá miðað við lágmarksafl og samfellu í notkun. Minnstu stórnotendurnir nú nota 100 MW afl og er það nýtt til fulls lungann úr árinu á meðan stærstu almennu notendurnir nýta mest um 3 MW afl hver en með afar breytilegu álagi. Hvor notendahópurinn um sig á að standa undir sínum hluta flutningskostnaðarins. Á þessu var hert með raforkulögunum frá 2003 og Orkustofnun uppálagt að hafa gát á. Hitt er annað mál að vissum félagslegum kostnaði við háspennukerfið er lögum samkvæmt jafnað á milli allra almennra notenda á meðan stórnotendur taka ekki þátt í henni, nema þá innbyrðis í sínum hópi. Þessi félagslega jöfnun kemur fram í því að sama gjald er fyrir flutning á rafmagni eftir línum Landsnets til almennra notenda hvar sem er á landinu. Aftur á móti getur dreifikostnaðurinn verið breytilegur eftir búsetu, enda eru dreifiveiturnar hver með sín rekstrarskilyrði. Ríkissjóður tekur þó á sig nokkurn hluta af dreifingarkostnaðinum á dreifbýlissvæðum með niðurgreiðslum. Þessi lögbundni aðskilnaður í stórnotendur og almenna notendur á aðeins við um sérleyfisstarfsemina. Raforkuframleiðendunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja rafmagnið til hinna ýmsu notenda og þá eru skilin á milli stórra og smárra notenda með ýmsum hætti. Hafa verður í huga að samkeppnin um stórnotendur er á alþjóðavettvangi, en íslensku raforkuframleiðendurnir falbjóða væntanlega ekki orku sína nema fá fyrir hana viðunandi verð. Það er hlutverk Samkeppniseftirlits að gæta að því að réttar leikreglur séu í heiðri hafðar.Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar