Mojito í fyrsta sæti hjá báðum kynjum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Guffi galdrar fram einn ferskan mojito. Vinsælasti drykkurinn á börum bæjarins er rommdrykkurinn Mojito. Guffi á 1919 á heiðurinn af landnámi hans hér. Markaðurinn/vilhelm „Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér." Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér."
Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira