Mojito í fyrsta sæti hjá báðum kynjum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Guffi galdrar fram einn ferskan mojito. Vinsælasti drykkurinn á börum bæjarins er rommdrykkurinn Mojito. Guffi á 1919 á heiðurinn af landnámi hans hér. Markaðurinn/vilhelm „Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér." Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér."
Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira