Viðskiptatryggð margborgar sig 19. desember 2007 00:01 Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab Héðan og þaðan Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab
Héðan og þaðan Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira