Helmingur heimila í mínus Ingimar Karl Helgason skrifar 19. desember 2007 00:01 Fjórðungur heimila eyðir mun meiru en hann aflar mánaðarlega. „Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar. Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar.
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira