Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir.
Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi.
Skömmu fyrir áramót tókst að hrekja uppreisnarmenn úr höfuðborginni, Mogadishu.