Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída.
Margir múslimar segja að það hversu vel pílagrímsferðin takist sé mælikvarði á lögmæti stjórnvalda í Sádi-Arabíu og því var mikið lagt í hún færi snuðrulaust fram.