Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum 13. janúar 2007 17:42 Leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér ekki á strik gegn Tékkum í dag. MYND/AFP Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira