
Fótbolti
Dýrt tap hjá meisturum Bayern

Þýska úrvalsdeildin hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé með stórleik Dortmund og Bayern Munchen á Westfallenstadion. Heimamenn höfðu mikilvægan 3-2 sigur og því sitja meistarar Bayern enn í þriðja sæti deildarinnar. Alexander Frei skoraði tvívegis fyrir Dortmund og Tinga eitt, en þeir Daniel van Buyten og Roy Makaay fyrir Bayern.