Handbolti

Vinstri öxlin nánast lömuð

Íslenskir áhorfendur á leik Íslands og Slóveníu í dag létu vel í sér heyra.
Íslenskir áhorfendur á leik Íslands og Slóveníu í dag létu vel í sér heyra. MYND/Pjetur

"Ég er að drepast í öxlinni og í raun alveg einhentur. Ég get lítið notað vinstri öxlina, bara rétt til þess að styðja við boltann," sagði Logi Geirsson, einn besti leikmaður íslenska liðsins gegn Slóvenum í dag, eftir leikinn.

"Ég vildi samt ekki að þeir vissu að ég væri meiddur því þá ráðast þeir á meiðslin. Ég tók því armbeygjur og annað í upphituninni, aðeins að "feika" þetta," bætti Logi við.

Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson átti stórkostlegan leik í dag og var sáttur við sjálfan sig í leikslok. "Ég er mjög sáttur við mína frammistöðu og það sem meira er að þá var ég nálægt því að verja fleiri bolta. Ég var ekki að gera neina vitleysu og er mjög sáttur við sjálfan mig," sagði Birkir Ívar.

Nánar verður rætt við Loga og Birki Ívar í Fréttablaðinu á morgun auk fleiri leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×