Boldsen undir smásjá spænskra stórliða 29. janúar 2007 17:30 Joachim Boldsen gengur undir gælunafninu "traktorinn" í heimalandi sínu. Boldsen er algjör jaxl en þykir ótrúlega lipur handboltamaður miðað við líkamsburði. MYND/Getty Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira