Óeirðir á Norðurbrú aðra nóttina í röð 3. mars 2007 09:18 Vel á annað hundrað mótmælendur frá ýmsum löndum voru handteknir í óeirðum á götum Norðurbrúar í Kaupmannahöfn í nótt. Óeirðasamt hefur verið í þessum borgarhluta síðan á fimmtudaginn þegar lögregla rýmdi æskulýðsmiðstöð á svæðinu með valdi. Að minnsta kosti einn mótmælandi slasaðist í atganginum í nótt. Friðsamleg mótmæli hófust í gærkvöldi á Sánkti Hans torgi en þau snerust upp í óeirðir skömmu eftir miðnætti. Vitni segja lögreglu hafa notað táragas til að dreifa mannfjöldanum og mótmælendur svarað með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í bílum, þar á meðal einum lögreglubíl. Óeirðaseggir létu einnig til skarar skríða í Kristjánshöfn nærri Kristjaníu. Þeir réðust inn í framhaldsskóla þar og brutu þar allt og brömluðu. Mótmælendur hafa hótað aðgerðum víða um Kaupmannahöfn í dag. Mynd/TeiturMynd/TeiturMynd/HariMynd/TeiturMynd/HariMynd/HariMynd/Hari Erlent Fréttir Tengdar fréttir Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15 Rólegt á götum Kaupmannahafnar í morgun Lögregla býr sig undir harða öldu mótmæla á Norðurbrú í dag en þar sem hundruð mótmælenda voru handteknir í gær er búist við því að eitthvað verði rólegra í dag. Rólegt hefur verið á götum Kaupmannahafnar í morgun en þó eru enn einhverjar götur lokaðar og til að mynda hefur strætóleiðum verið breytt framhjá átakasvæðunum. 2. mars 2007 09:16 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04 Búast við áframhaldandi látum í dag Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. 2. mars 2007 06:55 Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1. mars 2007 18:55 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Vel á annað hundrað mótmælendur frá ýmsum löndum voru handteknir í óeirðum á götum Norðurbrúar í Kaupmannahöfn í nótt. Óeirðasamt hefur verið í þessum borgarhluta síðan á fimmtudaginn þegar lögregla rýmdi æskulýðsmiðstöð á svæðinu með valdi. Að minnsta kosti einn mótmælandi slasaðist í atganginum í nótt. Friðsamleg mótmæli hófust í gærkvöldi á Sánkti Hans torgi en þau snerust upp í óeirðir skömmu eftir miðnætti. Vitni segja lögreglu hafa notað táragas til að dreifa mannfjöldanum og mótmælendur svarað með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í bílum, þar á meðal einum lögreglubíl. Óeirðaseggir létu einnig til skarar skríða í Kristjánshöfn nærri Kristjaníu. Þeir réðust inn í framhaldsskóla þar og brutu þar allt og brömluðu. Mótmælendur hafa hótað aðgerðum víða um Kaupmannahöfn í dag. Mynd/TeiturMynd/TeiturMynd/HariMynd/TeiturMynd/HariMynd/HariMynd/Hari
Erlent Fréttir Tengdar fréttir Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15 Rólegt á götum Kaupmannahafnar í morgun Lögregla býr sig undir harða öldu mótmæla á Norðurbrú í dag en þar sem hundruð mótmælenda voru handteknir í gær er búist við því að eitthvað verði rólegra í dag. Rólegt hefur verið á götum Kaupmannahafnar í morgun en þó eru enn einhverjar götur lokaðar og til að mynda hefur strætóleiðum verið breytt framhjá átakasvæðunum. 2. mars 2007 09:16 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04 Búast við áframhaldandi látum í dag Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. 2. mars 2007 06:55 Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1. mars 2007 18:55 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25
Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19
Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52
Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15
Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08
Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39
Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15
Rólegt á götum Kaupmannahafnar í morgun Lögregla býr sig undir harða öldu mótmæla á Norðurbrú í dag en þar sem hundruð mótmælenda voru handteknir í gær er búist við því að eitthvað verði rólegra í dag. Rólegt hefur verið á götum Kaupmannahafnar í morgun en þó eru enn einhverjar götur lokaðar og til að mynda hefur strætóleiðum verið breytt framhjá átakasvæðunum. 2. mars 2007 09:16
Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04
Búast við áframhaldandi látum í dag Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. 2. mars 2007 06:55
Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1. mars 2007 18:55