Samstarf eflt um málefni heimilislausra 23. mars 2007 19:23 Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira