Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins.

Í ársuppgjöri Nýsis, sem meðal annars byggir tónlistar- og ráðstefnuhús og sinnir annarri uppbyggingu við austurhöfnina í Reykjavík að hluta, kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins án matsbreytinga á fjárfestingareignum fyrir vaxtakostnað nam 959,5 milljónum króna í fyrra samanborið við 394,3 milljónir króna árið á undan.

Rekstrartekjur Nýsis jukust talsvert á milli ára en þær námu 3.947 milljónum króna samanborið við 1.358 milljónir árið á undan.

Rekstrarhagnaður

Eigið fé nam 6.272 milljónum króna undir lok síðasta árs samanborið við 3.885 milljónir árið undan. Eiginfjárhlutfall nam 14 prósentum samanborið við 23,8 prósent árið 2005.

Nýsir og dótturfélög þess reka fjölda fasteigna hér á landi, í Danmörku og hefur starfsemi í Skotlandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×