Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths 11. apríl 2007 10:07 Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira