Heyrnarmælingar nýbura hafnar 16. apríl 2007 18:59 Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af. Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af.
Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira