Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð 26. apríl 2007 06:30 Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Mynd/GVA Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.Fjármögnun vegna kaupanna eru tryggð. Fjárfestingabankarnir Bear Stearns og Morgan Stanley hafa verið Milestone innan handar við kaup og fyrirhugaða yfirtöku auk þess að fjármagna hluta kaupverðsins..Invik er með víðtæka starfsemi á sænskum trygginga- og fjármálamarkaði auk þess sem félagið rekur sérhæfða bankastarfsemi í Lúxemborg. Invik er skráð í OMX í Stokkhólmi og stefnir Milestone að því að taka félagið af markaði. Heildartryggingaiðgjöld samstæðunnar námu um tólf milljörðum króna í fyrra, eignir í umsýslu í verðbréfasjóðum námu um 162 milljörðum króna og í eignastýringu eru um 98 milljarðar króna.Sænska fjármálafyrirtækið hefur vaxið mikið á liðnum árum og starfrækir tryggingafélögin Moderna Forsäkringar og Moderna Forsäkringar Liv, sem bjóða fjölbreyttar tryggingar á sænska markaðnum, og fyrirtækin Assuransinvest, Banque Invik og Invik Funds. Í tilkynningu segir að margvísleg tækifæri liggi í samstarfi Askar Capital og Sjóvá, dótturfélaga Milestone, og þessara fyrirtækja.„Invik & Co fellur mjög vel að öðrum eignum Milestone. Við höfum stefnt að sterkari stöðu á norrænum fjármálamarkaði með áherslu á tryggingastarfsemi og sérhæfða fjármálaþjónustu. Við lítum á yfirtökuna sem einstakt tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur og efnahag Milestone og treysta til muna stöðu Sjóvá og Askar Capital. Það liggja mikil tækifæri í samþættingu og samvinnu þessara eininga," segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, í tilkynningu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.Fjármögnun vegna kaupanna eru tryggð. Fjárfestingabankarnir Bear Stearns og Morgan Stanley hafa verið Milestone innan handar við kaup og fyrirhugaða yfirtöku auk þess að fjármagna hluta kaupverðsins..Invik er með víðtæka starfsemi á sænskum trygginga- og fjármálamarkaði auk þess sem félagið rekur sérhæfða bankastarfsemi í Lúxemborg. Invik er skráð í OMX í Stokkhólmi og stefnir Milestone að því að taka félagið af markaði. Heildartryggingaiðgjöld samstæðunnar námu um tólf milljörðum króna í fyrra, eignir í umsýslu í verðbréfasjóðum námu um 162 milljörðum króna og í eignastýringu eru um 98 milljarðar króna.Sænska fjármálafyrirtækið hefur vaxið mikið á liðnum árum og starfrækir tryggingafélögin Moderna Forsäkringar og Moderna Forsäkringar Liv, sem bjóða fjölbreyttar tryggingar á sænska markaðnum, og fyrirtækin Assuransinvest, Banque Invik og Invik Funds. Í tilkynningu segir að margvísleg tækifæri liggi í samstarfi Askar Capital og Sjóvá, dótturfélaga Milestone, og þessara fyrirtækja.„Invik & Co fellur mjög vel að öðrum eignum Milestone. Við höfum stefnt að sterkari stöðu á norrænum fjármálamarkaði með áherslu á tryggingastarfsemi og sérhæfða fjármálaþjónustu. Við lítum á yfirtökuna sem einstakt tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur og efnahag Milestone og treysta til muna stöðu Sjóvá og Askar Capital. Það liggja mikil tækifæri í samþættingu og samvinnu þessara eininga," segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, í tilkynningu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira