Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin.
Verkefnið CO2er í samvinnu við Háskóla íslands, háskólann í Toulouse og Columbia háskólann þar sem Broecker starfar. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni segir að það miði að því að dæla gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi niður í berglög þar sem þau steingerast og valda ekki hlýnun andrúmsloftsins.
Broecker hlýtur verðlaunin fyrir fyrir „frumlega og framsækna rannsókn sína á virkni hringrásar kolefnis á heimsvísu - milli sjávar, andrúmsloft og lífheimsins - og áhrif hennar á loftslag," segir í frétt á heimasíðu verðlaunanna.
Einar Gunnlaugsson yfirmaður rannsókna hjá Orkuveitunni segir Broecker hafa verið mikinn frumkvöðl á sviði loftslagsvísinda.
Sylvía Svíadrottning afhenti Broecker verðlaunin við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í dag.
Broecker hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í janúar síðastliðnum og átti fundi með vísindamönnum hér. Þá sagði hann meðal annars að hann teldi að Íslendingar gætu orðið frumkvöðlar í þróun á bindingu koltvísýrings í jörðu. Hann sagði einnig að íslenskur berggrunnur væri mjög ákjósanlegur til þess.