Í dag kl. 17:13 barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um að maður á sextugsaldri lægi í blóði sínu í húsi í Hveragerði. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru þegar á vettvang . Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og er þungt haldinn.
Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem rannsakar vettvang. Beðið er upplýsinga lækna um eðli áverka mannsins.
Lögreglan á Selfossi hefur engar frekari upplýsingar veitt um málið.