Viðskipti innlent

Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna

Glitnir
Glitnir

Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Í uppgjöri Glitnis fyrir fjórðunginn kemur meðal annars fram að hagnaður bankans fyrir skatt hafi numið 8,4 milljörðum króna, þar af voru 4,8 milljarðar króna, eða 42 prósent af hagnaðinum, hafi komið erlendis frá.

Bókfært eigið fé Glitnis í lok fyrsta ársfjórðungs nam 153 milljörðum króna en það er 5 prósenta aukning frá upphafi árs, að því er fram kemur í uppgjöri bankans.

Glitnir keypti 68,1 prósents hlut í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group í febrúar fyrir 30 milljarða evrur en kaupverðið er fært yfir á rekstur fyrir annan fjórðungs ársins.

Haft er eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, í tilkynningu frá bankanum að árið byrji vel og sé góður taktur í rekstri bankans.

Uppgjör Glitnis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×