Í dag hefst Reykjavík Line Dance Festival í Ráðhúsinu. Hátíðin verður opnuð í Tjarnarsal hússins klukkan 17.30. Almenningi gefst þá tækifæri til að fá ókeypis kennslu í línudansi fyrir byrjendur. Þeir sem lengra eru komnir geta einnig rifjað upp létta dansa segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.
Íslandsmeistarakeppnin í línudansi verður haldin í Laugardalshöllinni að morgni laugardagsins 5. maí.
Kennarar á hátíðinni verða þeir Jóhann Örn Ólafsson og Rob Fowler frá Liverpool í Bretlandi.
Miðasala og kynning fer fram á staðnum, en nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar.