Risessa á ferð um miðborgina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 20:11 Risessan á ferð í Santiago í Chile í janúar á þessu ári. MYND/Vísir Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira