Risessan farin til Frakklands 12. maí 2007 18:57 Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta. Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta.
Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira