Erfitt að finna fullkomna úthlutunarleið Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 19:00 Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk Samfylkinginn fimm þingmenn með rétt rúmleg 29% fylgi en aðeins þrjá í Reykjavíkur kjördæmi suður með nærri því jafn mikið fylgi. Á sama tíma fengu Sjálfstæðismenn fjóra þingmenn í Reykjavík norður með rúmlega 7% meira fylgi en Samfylkingin. Þorkell Helgason, stærðfræðingur og ráðgjafi landskjörstjórnar, er einn aðalhöfunda kosningakerfisins sem tekið var í gagnið 2003. Hann segir að samkvæmt lögum sé sætum úthlutað samkvæmt landsfylgi og því hver mörg þingsæti eigi að vera í hverju kjördæmi. Fullkomin leið við úthlutun sé ekki til. Kosningalögin hafi virkað vel og farið nærri svokallaðri bestu lausn 2003 en nú virðist um eitthvað frávik að ræða. Hann eigi þó eftir að skoða úrslitin betur fyrir landskjörstjórn. Til að útskýra vandamálið betur segir Þorkell að auðveldast sé að setja sem svo að búið sé að úthluta 62 þingsætum af 63 með einhverjum hætti. Þá sé eitt sæti eftir og í raun bara einn bás fyrir það. Einn flokkur eigi þá eftir að fá sína réttu tölu þingsæta og eitt kjördæmi þar sem vanti þingmann. Þá verði að senda sætið í þann reit hvað svo sem fylgi viðkomandi lista sé. Jafnvel þó þingmaður væri ekki með nema eitt atkvæði á bak við sig þá yðri að úthluta honum þingsætinu. Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk Samfylkinginn fimm þingmenn með rétt rúmleg 29% fylgi en aðeins þrjá í Reykjavíkur kjördæmi suður með nærri því jafn mikið fylgi. Á sama tíma fengu Sjálfstæðismenn fjóra þingmenn í Reykjavík norður með rúmlega 7% meira fylgi en Samfylkingin. Þorkell Helgason, stærðfræðingur og ráðgjafi landskjörstjórnar, er einn aðalhöfunda kosningakerfisins sem tekið var í gagnið 2003. Hann segir að samkvæmt lögum sé sætum úthlutað samkvæmt landsfylgi og því hver mörg þingsæti eigi að vera í hverju kjördæmi. Fullkomin leið við úthlutun sé ekki til. Kosningalögin hafi virkað vel og farið nærri svokallaðri bestu lausn 2003 en nú virðist um eitthvað frávik að ræða. Hann eigi þó eftir að skoða úrslitin betur fyrir landskjörstjórn. Til að útskýra vandamálið betur segir Þorkell að auðveldast sé að setja sem svo að búið sé að úthluta 62 þingsætum af 63 með einhverjum hætti. Þá sé eitt sæti eftir og í raun bara einn bás fyrir það. Einn flokkur eigi þá eftir að fá sína réttu tölu þingsæta og eitt kjördæmi þar sem vanti þingmann. Þá verði að senda sætið í þann reit hvað svo sem fylgi viðkomandi lista sé. Jafnvel þó þingmaður væri ekki með nema eitt atkvæði á bak við sig þá yðri að úthluta honum þingsætinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira