Bátur bilaði útaf Reykjanesi í nótt
Vél bilaði í litlum fiskibáti þegar hann var staddur út af Reykjanesi í nótt. Bátsverjinn lét tilkynningaskylduna vita og var björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason sendur eftir honum og dró hann til Grindavíkur. Gott veður var á svæðinu og var bátsverjinn ekki í hættu.