Aðstæður á Kárahnjúkum „hræðilegar“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 15:37 Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum. Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum.
Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira