Íslenskur strætó í Kína 12. júní 2007 15:17 Mynd/365 Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna. Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna.
Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira