Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent.

Í verðbólguspá Kaupþings segir að hækkunin helgist af af áframhaldandi hækkun fasteignaverðs en að útsöluáhrif vinni á móti því. Hins vegar gerir hún ekki ráð fyrir hækkun á eldsneytisverði í mánuðinum.

Deildin segir undirliggjandi verðbólgu enn mikla og bendir á að samkvæmt fasteignavísitölu Hagstofunnar hefði vísitala neysluverðs síðastliðna 12 mánuði mælst 5,8 prósent hefði matarskattslækkun í mars ekki komið til.

Greinignardeildin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,9 prósent á næstu þremur mánuðum og um 3 prósent á næstu 12 mánuðum.

Hún gerir ekki ráð fyrir því að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.

Verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×