Árleg sýning landnámshænsnaklúbbsins var haldin laugardaginn 30. júní í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þar voru sýnd á sjötta tug fullorðinna hænsna. Einnig var á sýningunni hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum. Góð aðsókn var á sýninguna og fengu gestir að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar.
Að þessu sinni fékk haninn Póló Prinsson í eigu Erlenar Óladóttur í Garðabæ verðlaun sem fallegasti haninn en Doppa í eigu Júlíusar Baldurssonar, Tjörn Vatnsnesi var valin fallegasta hænan.