Vefslóð Breiðavíkursamtakanna verður opnuð formlega í dag og hefst dagskrá klukkan 13:30 með ávarpi formanns samtakanna, Páls Elíassonar. Klukkan 13:45 mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra opna heimasíðuna formlega. Athöfnin verður í safnaðarheimilinu við Laugarneskirkju.
Breiðavíkursamtökin eru samtök barna sem upplifðu frelsissviptingu, ofbeldi, kúgun, vinnuþrælkun og kynferðislega misnotkun á fósturheimilum á sínum yngri árum. Vefslóðin á síðuna er http://www.breidavikursamtokin.is/