Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 9. júlí 2007 11:18 Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna. Erlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna.
Erlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira