Mótmælendur samtakana Saving Iceland mótmæla nú við álver Norðuráls á Grundartanga. Nokkrir mótmælendur hafa lokað annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn, en samkvæmt lögreglunni á Akranesi truflar það ekki aðkomu því önnur leið er að svæðinu. Þá hefur einn mótmælandinn klifrað upp í krana.
Lögreglan segir að mótmælin séu friðsamleg og hefur ekkert aðhafst í málinu, en stóð þó ekki á sama þegar klifrað var upp í vinnukrana á svæðinu.
Um 20 mótmælendur er að ræða og er tilgangur þeirra að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem komi frá verksmiðju Íslenska járblendifélagsins og álveri Norðuráls.